Byrjaði með látum á Englandi

Valgeir Valgeirsson fagnar marki.
Valgeir Valgeirsson fagnar marki. Ljósmynd/Brentford

Knattspyrnumaðurinn ungi Valgeir Valgeirsson fer afar vel af stað hjá Brentford á Englandi en hann var allt í öllu í 6:2-sigri varaliðs félagsins á Hendon í 2. umferð London Senior-bikarsins. 

Skoraði Valgeir tvö mörk og lagði upp eitt til viðbótar í sínum fyrsta leik í Brentford-treyjunni, en hann kom til félagsins frá HK á dögunum.

Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall skoraði hann sjö mörk í 40 leikjum í deild og bikar með HK. 

Kom Valgeir Brentford í 2:0 snemma leiks og þá skoraði hann sjötta mark liðsins með bakfallsspyrnu skömmu fyrir leikhlé. 

mbl.is