Meistarar sem töpuðu stórt (myndskeið)

Englandsmeistarar Liverpool töpuðu illa fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hinn 4. október síðastliðinn.

Leiknum lauk með 7:2-sigri Aston Villa sem lék á alls oddi í leiknum á meðan leikmenn Liverpool gátu ekki varist fyrir sitt litla líf.

Liverpool er langt frá því að vera fyrsta meistaraliðið sem tapar stórt í úrvalsdeildinni, tímabilið eftir að liðið verður meistari, en bæði Blackburn og Manchester United hafa gert slíkt hið sama.

mbl.is