Mestu erlendu markaskorararnir (myndskeið)

Sergio Agüero, framherji Manchester City, varð markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði gegn Aston Villa í janúar. 

Fleiri erlendir framherjar hafa slegið í gegn í deildinni í gegnum tíðina. Frakkarnir Nicolas Anelka og Thierry Henry skoruðu báðir yfir 100 mörk í deildinni, eins og Hollendingarnir Jimmy Floyd Hasselbaink og Robin van Persie. 

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá markaskorarana í essinu sínu, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert