Aðvaraður af Manchester United

Mason Greenwood.
Mason Greenwood. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood hefur fengið aðvörun frá félagi sínu, Manchester United, vegna háttalags sín undanfarnar vikur.

Sky Sports segir að Greenwood hafi verið tekinn á teppið hjá félaginu og minntur á skyldur sínar sem leikmaður Manchester United.

Greenwood var rekinn úr landsliðsferð enska landsliðsins í byrjun september eftir að hafa brotið sóttvarnareglur á Íslandi eins og frægt varð og þá segir Sky Sports að óstundvísi sé ein af ástæðum aðvaraninnar en þessi 19 ára gamli piltur er alinn upp hjá félaginu.

Greenwood, sem skoraði 17 mörk á síðasta tímabili, hefur ekki spilað tvo síðustu leiki, gegn Newcastle og París SG, en Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri hefur sagt við fréttamenn að hann glími við smávægileg meiðsli. Hann vísaði hinsvegar á bug fregnum um að Greenwood hefði verið settur út úr hópnum vegna agabrota.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert