Chelsea og United brothætt (myndskeið)

Manchester United og Chelsea eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Old Trafford á laugardaginn kemur í stórleik. 

Dion Dublin, sem lék með liðum á borð við Manchester United, Aston Villa og Leicester, segir bæði lið vera brothætt um þessar mundir. Þá á hann von á miklum markaleik. 

Chelsea er sem stendur í áttunda sæti með átta stig og Manchester United í 15. sæti með sex stig en United hefur leikið einum leik minna. 

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is