Eiður Smári í banastuði (myndskeið)

Eiður Smári Guðjohnsen er nú þjálfari U21 árs landsliðsins og …
Eiður Smári Guðjohnsen er nú þjálfari U21 árs landsliðsins og FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea minnist þess á twittersíðu sinni í dag að 16 ár eru síðan Eiður Smári Guðjohnsen skoraði þrennu á aðeins 14 mínútum gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Lauk leiknum með 4:0-sigri Chelsea og var Eiður í banastuði. Skoraði hann þrjú fyrstu mörkin áður en Damien Duff fullkomnaði sannfærandi sigur Chelsea. 

Chelsea varð enskur meistari á tímabilinu og skoraði Eiður 12 mörk og var í áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. 

Hér fyrir neðan má sjá mynd af mörkum Eiðs. 

mbl.is