Enskur markvörður með veiruna

Jack Butland er með kórónuveiruna.
Jack Butland er með kórónuveiruna. AFP

Enski markvörðurin Jack Butland hefur greinst með kórónuveiruna, örfáum dögum eftir að hann gekk í raðir Crystal Palace frá Stoke. 

Palace er þegar án Wayne Hennessey sem er meiddur en Spánverjinn Vicente Guaita er fyrsti kostur í markið hjá Roy Hodgson knattspyrnustjóra Crystal Palace. 

„Þetta er mjög leiðinlegt fyrir Jack sem er fastur upp á hóteli. Vonandi getur hann verið með okkur aftur sem fyrst,“ sagði Hodgson á blaðamannafundi. 

Butland, sem er 27 ára, hefur leikið níu landsleiki fyrir enska landsliðið, en hann var hjá Stoke frá 2013 áður en hann fór til Crystal Palace fyrr í mánuðinum. 

mbl.is