Solskjær kemur leikmanni sínum til varnar

Mason Greenwood
Mason Greenwood AFP

Sóknarmaðurinn ungi Mason Greenwood er búinn að vera duglegur í að koma sér í vandræði síðustu mánuði. Lék hann sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Laugardalsvelli í þjóðadeildinni í september, en var í kjölfarið rekinn heim fyrir að bjóða konum upp á hótelherbergi ásamt Phil Foden. 

Skömmu síðar var hann aðvaraður af yfirmönnum sínum hjá Manchester United fyrir slæma hegðun. Þrátt fyrir það hefur Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri hans ekki miklar áhyggjur af hinum 19 ára Greenwood. 

„Hann hefur spilað gríðarlega vel en svo gerði hann mistök með enska landsliðinu og allt í einu er öll pressan á eftir honum. Hann er frábær strákur sem æfir vel. Við treystum honum algjörlega. Við erum spennt að sjá hvað hann getur gert í framtíðinni,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert