Spilar Cavani gegn Chelsea?

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, sagðist á blaðamannafundi í morgun ætla að taka ákvörðun síðar í dag um hvort Edinson Cavani verði í leikmannahópnum gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun. 

Cavani hefur ekki leikið síðan í mars og því kemur líklega einhverjum á óvart að Cavani komi til greina á morgun. 

Samkvæmt Solskjær eru meiri líkur en minni á því að fyrirliðinn Harry Maguire og Mason Greenwood verði með. 

United tekur á móti Chelsea á Old Trafford á morgun. 

mbl.is