Leikmenn Leeds heita á Rashford

Leikmenn Leeds fagna sigrinum gegn Aston Villa í gærkvöldi.
Leikmenn Leeds fagna sigrinum gegn Aston Villa í gærkvöldi. AFP

Leikmenn enska knattspyrnufélagsins Leeds ætla gefa 25 þúsund pund eða um fjórar og hálfa milljón króna til baráttu Marcus Rashford.

Rashford, sóknarmaður erkifjenda Leeds í Manchester United, hefur verið í sviðsljósinu undanfarið fyrir vasklega framgöngu í baráttu sinni fyrir því að koma fátækum börnum til hjálpar en hann sannfærði yfirvöld Bretlands um að gefa þeim fría máltíð á skólatíma.

Liam Cooper, fyrirliði Leeds, hefur hrósað Rashford fyrir framtakið og sagt að leikmenn Leeds hafi tekið sig saman til að taka þátt í átakinu. „Gerum þetta Leeds! Ekkert barn á að vera svangt, 25 þúsund pund frá leikmannahópnum. Við stöndum með þér Marcus Rashford,“ skrifaði Cooper á Twitter-síðu sína.

Marcus Rashford
Marcus Rashford AFP
mbl.is