Liverpool upp að hlið grannanna

Diogo Jota skorar sigurmarkið.
Diogo Jota skorar sigurmarkið. AFP

Englandsmeistarar Liverpool eru komnir upp að hlið Everton í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2:1-sigur á Sheffield United á heimavelli í kvöld. 

Gestirnir frá Sheffield byrjuðu betur og Norðmaðurinn Sander Berge skoraði fyrsta mark leiksins úr víti á 13. mínútu. Var staðan 1:0 fram að 41. mínútu þegar Roberto Firmino jafnaði með sínu fyrsta marki á tímabilinu eftir að Aaron Ramsdale varði skalla frá Sadio Mané. 

Mo Salah kom boltanum í netið á 63. mínútu eftir skemmtileg tilþrif en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Það kom ekki að sök því Diogo Jota skoraði sigurmarkið mínútu síðar með skalla eftir fyrirgjöf frá Sadio Mané. 

Eftir markið reyndu gestirnir hvað þeir gátu til að jafna metin, án þess að skapa sér mjög gott færi og sigur Liverpool var verðskuldaður. 

Liverpool er nú með 13 stig, eins og topplið Everton. Everton mætir Southampton á útivelli klukkan 14 á morgun og getur þá náð þriggja stiga forskoti á toppnum.

Liverpool 2:1 Sheffield United opna loka
90. mín. Oliver Burke (Sheffield United) á skot framhjá Færi! Síðasti sénsinn hjá gestunum. McBurie vinnur skallaeinvígið og Burke fær gott skotfæri en hann hittir ekki markið. Ein mínúta eftir af uppbótartímanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert