Mörkin: Þrjú mörk og rautt spjald í London

Crystal Palace fór í dag upp í fimmta sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta með 2:1-útisigri á Ful­ham. Er Ful­ham eitt fjög­urra liða sem ekki hafa fagnað sigri í deild­inni til þessa.

Palace byrjaði afar vel og Hol­lend­ing­ur­inn Jaïro Riedewal skoraði fyrsta mark leiks­ins strax á 8. mín­útu. Var staðan 1:0 þar til á 64. mín­útu en þá tvö­faldaði Wilfried Zaha for­skot Palace. 

Vont varð verra fyr­ir Ful­ham á 88. mín­útu þegar varamaður­inn Abou­bak­ar Kam­ara fékk beint rautt spjald fyr­ir ljótt brot. Ful­ham klóraði í bakk­ann í upp­bót­ar­tíma með marki frá Tom Cair­ney, en það dugði skammt og Palace fagnaði sigri. 

Er Crystal Palace með 10 stig, eins og Leeds og Li­verpool. Ful­ham er á botn­in­um með aðeins eitt stig. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert