Skiptu með sér stigunum í stórslagnum

Edouard Mendy í marki Chelsea átti góðan leik.
Edouard Mendy í marki Chelsea átti góðan leik. AFP

Manchester United og Chelsea skildu jöfn, 0:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Manchester United komst nær því að skora en Edouard Mendy í marki Chelsea varði nokkrum sinnum afar vel. 

Marcus Rashford komst næst því að skora hjá United í báðum hálfleikum. Undir lok fyrri hálfleik slapp hann inn fyrir vörn Chelsea en Mendy í markinu varði vel frá honum. Undir lok leiks náði enski framherjinn föstu skoti og virtist boltinn vera á leiðinni upp í samskeytin þegar Mendy varði stórglæsilega. 

Bæði lið hafa aðeins unnið tvö sigra hvort til þessa á leiktíðinni. Chelsea er í sjötta sæti með níu stig og Manchester United í 15. sæti með sjö stig. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Man. Utd 0:0 Chelsea opna loka
90. mín. Marcus Rashford (Man. Utd) á skot sem er varið Gott skot rétt utan teigs, boltinn stefnir í fjærhornið en Mendy ver glæsilega. Solskjær var byrjaður að fagna á hliðarlínunni.
mbl.is