Enn ein meiðslin hjá City

Framherjinn Sergio Agüero er meiddur á hásin
Framherjinn Sergio Agüero er meiddur á hásin AFP

Framherjinn Sergio Agüero er meiddur á hásin og gæti verið frá í nokkurn tíma. Hann var tekinn af velli í hálfleik er Manchester City og West Ham gerðu jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Argentínumaðurinn er nýstiginn upp úr hnémeiðslum og spilaði sinn fyrsta leik í dágóðan tíma gegn Arsenal um síðustu helgi. Manchester-liðið hefur mátt þola slitrótta byrjun á tímabilinu en fjölmargir leikmenn eru nú á sjúkralistanum. Má þar nefna Fernandinho, Benjamin Mendy, Aymeric Laporte, Gabriel Jesus og Nathan Aké.

mbl.is