Gylfi ber fyrirliðabandið

Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton í annað sinn …
Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton í annað sinn í deildinni. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem heimsækir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 14 í dag. Þetta er annar byrjunarliðsleikur Gylfa í deildinni en hann hefur komið við sögu í öllum fimm leikjum liðsins til þessa.

Everton er á toppi deildarinnar með 13 stig, liðið vann fyrstu fjóra og gerði 2:2-jafntefli í grannaslagnum gegn Liverpool um síðustu helgi. Southampton er í 13. sæti með sjö stig. Gylfi spilar á miðjunni og ber fyrirliðabandið í fjarveru Seamus Colemans. André Gomes sest á varamannabekkinn.

mbl.is