Liverpool hefur fundið staðgengil Van Dijks

Dayot Upamecano
Dayot Upamecano AFP

Liverpool vill festa kaup á franska varnarmanninum Dayot Upamecano til að leysa Virgil van Dijk af hólmi en Hollendingurinn verður lengi frá vegna hnémeiðsla.

Van Dijk meidd­ist eft­ir ljóta tæk­lingu hjá Jor­d­an Pickford í leik Li­verpool og Evert­on á laug­ar­dag­inn var og þarf að fara í aðgerð. Li­verpool seldi Dej­an Lovr­en í sum­ar og eru þeir Joe Gomez og Joël Matip einu miðverðir liðsins sem eru heil­ir heilsu. Miðjumaðurinn Fabinho hefur leyst Van Dijk af í síðustu leikjum.

Upamecano hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína fyrir Leipzig í þýsku efstu deildinni og var hann orðaður við stórliðin í Evrópu síðasta sumar. Samkvæmt Sunday World er hann falur fyrir um 45 milljónir evra og ætla forráðamenn Liverpool að reyna að kaupa hann í janúar.

mbl.is