Vardy hetjan gegn Arsenal

Jamie Vardy fagnar sigurmarki sínu gegn Arsenal.
Jamie Vardy fagnar sigurmarki sínu gegn Arsenal. AFP

Jamie Vardy reyndist hetja Leicester þegar liðið heimsótti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Emirates-völlinn í London í kvöld.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Leicester en Vardy skoraði sigurmark leiksins á 80. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Arsenal stjórnaði ferðinni í fyrri hálfleik, án þess þó að skapa sér afgerandi marktækifæri, og Leicester-menn nýttu sér það í síðari hálfleik.

Leicester fer með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar í 12 stig en Arsenal er í tíunda sætinu með 9 stig. Rúnar Alex Rúnarsson var varamarkvörður Arsenal í leiknum.

Arsenal 0:1 Leicester opna loka
90. mín. +5 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is