Jóhann í byrjunarliðinu gegn Tottenham

Jóhann Berg Guðmundsson skýtur að marki í upphituninni í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson skýtur að marki í upphituninni í kvöld. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í byrjunarliði Burnley gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en leikur liðanna hófst á Turf Moor klukkan 20.

Þetta er annar leikurinn í röð sem Jóhann byrjar með Burnley og sá þriðji sem hann spilar á tímabilinu en hann missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla, og aftur af tveimur fyrstu leikjum liðsins í haust.

Leikur Burnley og Tottenham er sýndur beint á Símanum Sport.

mbl.is