Mörkin létu á sér standa

Diogo Jota fagnar marki sínu ásamt Sadio Mané.
Diogo Jota fagnar marki sínu ásamt Sadio Mané. AFP

Það var lítið skorað, aldrei þessu vant, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um nýliðna helgi en mörkin hafa komið á færibandi í deildinni í upphafi tímabils.

Liverpool er komið í efsta sæti deildarinnar eftir afar mikilvægan 2:1-sigur gegn Sheffield United á Anfield í Liverpool en Sheffield United komst yfir strax á 13. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

  • Liverpool er nú taplaust í síðasta 61 heimaleik sínum á Anfield en af þeim hefur Liverpool-liðið unnið síðustu 27 leiki sína af 28 leikjum.
  • Þá hafa þeir skorað 162 mörk í þessum 61 leik sem gerir 2,7 skoruð mörk að meðaltali í leik.

Það var fátt um fína drætti þegar Manchester United og Chelsea mættust á Old Trafford í Manchester en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

United fór illa með Chelsea í báðum deildarleikjum liðanna á síðustu leiktíð en fyrri leik liðanna á Old Trafford lauk með 4:0-sigri United í ágúst 2019 og United vann 2:0-sigur gegn Chelsea á Stamford Bridge í febrúar 2020.

  • Chelsea er án sigurs í síðustu sjö útileikjum sínum gegn Manchester United. Liðin hafa fjórum sinnum gert jafntefli og þrívegis hefur Chelsea tapað.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »