Son gerði gæfumuninn

Son Heung-Min fagnar markinu í kvöld.
Son Heung-Min fagnar markinu í kvöld. AFP

Suður-Kóreumaðurinn Heung-Min Son gerði gæfumuninn fyrir Tottenham Hotspur í kvöld og ekki í fyrsta skipti. Tottenham heimsótti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og fer heim með þrjú stig. 

Skoraði Son eina mark leiksins á 76. mínútu eftir stoðsendingu frá Harry Kane. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í kvöld og lék í 76 mínútur. 

Tottenham er í 5. sæti með 11 stig en Burnley er í 18. sæti með aðeins 1 stig. 

mbl.is