Bannið stytt um tvo leiki

Brotið sem um ræðir.
Brotið sem um ræðir. AFP

Þriggja leikja bannið sem Lucas Digne, knattspyrnumaður hjá Everton, var úrskurðaður í fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var hefur verið stytt í eins leiks bann. 

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins taldi sem svo að þrír leikir væru of hörð refsing fyrir brotið sem var slysalegt, en Frakkinn steig á Kyle Walker-Peters hjá Southampton. Brotið var ljótt þrátt fyrir að það hafi verið óviljandi. 

Digne verður ekki með Everton sem mætir Newcastle næstu helgi, en hann má spila gegn Manchester United og Fulham 7. og 21. nóvember. 

„Þetta var algjört grín og þeir hefðu átt að skoða þetta betur,“ sagði Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, um atvikið. 

mbl.is