Klopp með stórkostlegt útsýni (myndskeið)

Jürgen Klopp fær nýja skrifstogu í Kirkby.
Jürgen Klopp fær nýja skrifstogu í Kirkby. AFP

Englandsmeistarar Liverpool í knattspyrnu munu flytja á nýtt æfingasvæði í byrjun næsta mánaðar.

Liverpool hefur æft á æfingasvæði sínu Melwood frá því árið 1959 en unglingaakademía félagsins hefur æft í Kirkby.

Forráðamenn félagsins ákváðu að sameina æfingasvæðin og byggja nýtt í Kirkby fyrir aðalliðið og munu allir leikmenn Liverpool æfa þar í framtíðinni.

Æfingasvæðið er eitt það fullkomnasta í heiminum og kostaði 50 milljónir punda. Til stóð að Liverpool hæfi æfingar í Kirkby í sumar en framkvæmdir við svæðið töfðust vegna kórónuveirufaraldursins.

Svæðið er hins vegar tilbúið í dag og er planið að flytja af Melwood yfir til Kirkby í næsta landsleikjahléi í nóvember.

Þá fær knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp glænýja skrifstofu með stórkostlegu útsýni.

mbl.is