Mikið áfall fyrir City

Sergio Agüero fór meiddur af velli gegn West Ham um …
Sergio Agüero fór meiddur af velli gegn West Ham um síðustu helgi. AFP

Sergio Agüero, framherji enska knattspyrnufélagsins Manchester City, fór meiddur af velli í hálfleik þegar liðið gerði 1:1-jafntefli við West Ham í London í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Framherjinn byrjaði tímabilið á meiðslalistanum en hann verður fjarri góðu gamni þegar City heimsækir Marseille í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Agüero er að glíma við vöðvameiðsli en hann var að jafna sig á hnémeiðslum og gæti hann verið frá næstu vikurnar.

„„Agüero er meiddur og verður frá næstu tvær til þrjár vikurnar,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Marseille í vikunni.

Framherjinn gæti því misst af stórleik Manchester City og Liverpool sem fram fer hinn 8. nóvember næstkomandi á Etihad-vellinum í Manchester.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert