Gylfi á mark dagsins (myndskeið)

Gylfi leikur nú með Everton.
Gylfi leikur nú með Everton. AFP

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á mark dagsins hjá ensku úrvalsdeildinni á Twitter, en deildin rifjar upp glæsilegt aukaspyrnumark hans gegn Aston Villa fyrir Swansea árið 2014 í dag. 

Velur úrvalsdeildin eitt mark á degi hverjum til að rifja upp og í dag varð mark Gylfa fyrir valinu, en það er afar fallegt. Negldi miðjumaðurinn boltanum upp í samskeytin á markmannshorninu. 

Markið glæsilega má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is