Átti auðvelt með að pirra Ferguson

Manchester United tekur á móti Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn kemur á Old Trafford í Manchester.

Uniteed er með 7 stig í fimmtánda sæti deildarinnar eftir fyrstu fimm leiki sína en Arsenal er í ellefta sætinu með 9 stig eftir sex spilaða leiki.

Lee Dixon lék með Arsenal frá 1988 til ársins 2002 en hann varð fjórum sinnum Englandsmeistari með liðnu, þrívegis bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari.

„Þetta voru þeir leikir sem stóðu upp úr,“ sagði Dixon um leikina gegn United.

„Spennustigið var hátt og það var mikil harka í leikjunum. Þá var allt umtal í aðdraganda leikjanna var svakalegt.

Stjórarnir Arséne Wenger og Alex Ferguson stálu oft fyrirsögnunum fyrir leikina og Wenger átti, til að byrja með, mjög auðvelt með að pirra Ferguson,“ sagði Dixon meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert