Fyrsti leikur Rúnars fyrir Arsenal

Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúnar Alex Rúnarsson mun verja mark Arsenal í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld og þreytir þar með frumraun sína með aðalliði félagsins. 

Arsenal tekur á móti írska liðinu Dundalk á heimavelli sínum Emirates leikvanginum í London og hefst leikurinn klukkan 20 að íslenskum tíma. Byrjunarliðin hafa verið birt á vef UEFA. 

Nokkur umræða hefur verið um markmannsstöðuna hjá Arsenal í vikunni en Bernd Leno aðalmarkvörður liðsins fékk slæma dóma fyrir frammistöðu sína gegn Rapid Vín í síðustu umferð keppninnar. 

Gamla brýnið Martin Keown sagði til að mynda í umræðu hjá BT Sport að svo virtist sem Arsenal hefði gert mistök með að láta markvörðinn Emiliano Martinez fara til Aston Villa. Ef mið væri tekið af frammistöðu Leno gegn Rapid Vín og því að Martinez hefði staðið sig afar vel þegar hann leysit Leno af á síðasta tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert