Ánægjulegast að enda sigurhrinu Arsenal (myndskeið)

Manchester United tekur á móti Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn kemur á Old Trafford í Manchester.

United er með 7 stig í fimmtánda sæti deildarinnar eftir fyrstu fimm leiki sína en Arsenal er í ellefta sætinu með 9 stig eftir sex spilaða leiki.

Paul Scholes spilaði nokkra leikina gegn Arsenal á sínum ferli en hann lék með Manchester United frá 1993 til 2011 og svo aftur frá 2012 til ársins 2013.

„Arsenal var okkar erkióvinur,“ sagði Scholes um leikina gegn Arsenal í gegnum tíðina.

„Það var virkilega erfitt að spila á móti þeim en að vinna þá skipti sköpum því þá vissi maður að það væri stutt í meistaratitilinn.

Það var frábær tilfinning að vinna þá þegar þeir höfðu verið ósigraðir í ansi langan tíma og það er eflaust eftirminnilegasti leikurinn minn gegn þeim,“ bætti Scholes við en United endaði sigurhrinu Arsenal á Old Trafford í október 2004.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert