Dyche við Tómas: Snýst fyrst og fremst um virðingu

Knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur stýrt liði Burnley frá árinu 2012 en hans menn verða í eldlínunni þegar Burnley tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Turf Moor í Burnley á morgun.

Burnley hefur byrjað tímabilið illa en liðið er með 1 stig í átjánda sæti deildarinnar á meðan Chelsea er í tíunda sætinu með 9 stig.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri Enska boltans, spjallaði við Sean Dyche, stjóra Burnley, fyrir leikinn en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er samningsbundinn Burnley.

„Þetta eru ekki flóknar reglur eða viðmið sem menn þurfa að fara eftir,“ sagði Dyche í samtali við Tómas Þór.

„Þetta snýst um að koma vel fram við fólk og af virðingu. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að sé komið fram við þig.

Ég vil ekki að menn mæti í viðtöl með heyrnatól eða derhúfu því þú átt að mæta í viðtal eins og þú kemur til dyranna heima hjá þér,“ sagði Dyche meðal annars.

Leikur Burnley og Chelsea verður sýndur beint á Síminn Sport og á mbl.is.

mbl.is