Gera mikið úr frammistöðu Rúnars Alex

Rúnar Alex Rúnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í …
Rúnar Alex Rúnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í gær. Ljósmynd/@Arsenal

Rúnar Alex Rúnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Arsenal þegar liðið fékk Dundalk í heimsókn í Evrópudeildinni á Emirates-völlinn í London í gær.

Rúnar Alex var mjög öruggur í sínum aðgerðum í leiknum sem lauk með þægilegum 3:0-sigri Arsenal.

Íslenski markvörðurinn gekk til liðs við enska félagið frá Dijon í september en Arsenal borgaði 1,5 milljónir punda hann.

Margir hafa beðið spenntir eftir því að sjá markvörðurinn spreyta sig, þar á meðal stuðningsmenn Arsenal, en liðið hélt hreinu í gær í fyrsta sinn síðan 1. júlí.

Þá var David Seaman, fyrrverandi fyrirliði og markvörður Arsenal, spenntur að sjá Íslendinginn á milli stanganna en Seaman lék yfir 400 leiki með Arsenal á árunum 1990 til 2003.

mbl.is