Enska úrvalsdeildin stöðvar ekki

Leikmenn Chelsea fagna sigrinum gegn Burnley í dag.
Leikmenn Chelsea fagna sigrinum gegn Burnley í dag. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hefur tilkynnt mánaðarlangt útgöngubann þar í landi og hefur fólk verið beðið um að halda sig heima til 2. desember.

Versl­un­um verður lokað sem ekki þurfa nauðsyn­lega að vera opn­ar og þjón­usta verður lögð niður sem ekki telst nauðsyn­leg. Bresk stjórnvöld hafa hins vegar staðfest að enska úrvalsdeildin mun halda striki sínu sem og aðrar afreksíþróttir þar sem hægt er að fylgja ströngustu sóttvarnareglum.

Leikir á þessu tímabili hafa hingað til farið fram fyrir luktum dyrum og ber leikmönnum og starfsfólki félaganna að fylgja ströngum reglum og fara í skimun reglulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert