Liverpool, Chelsea og City í dag - stórleikur á morgun

Viðureign Manchester United og Arsenal er tvímælalaust aðalleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en margir aðrir áhugaverðir leikir eru á dagskránni.

Sjö leikir eru á dagskránni í dag og á morgun, allir á mismunandi tímum, og eru allir sýndir beint á Símanum Sport. Þá er leikur Burnley og Chelsea ennfremur sýndur beint hér á mbl.is í dag og sú útsending hefst klukkan 14.30.

Þar sem vetrartími var tekinn upp á Bretlandseyjum og víðsvegar annars staðar í Evrópu síðasta sunnudag verður þetta fyrsti laugardagurinn þar sem leikir á miðjum degi hefjast klukkan 15 að íslenskum tíma en ekki 14 eins og til þessa í haust.

Tómas Þór Þórðarson fer vel yfir leiki helgarinnar í meðfylgjandi myndskeiði.

Leikirnir í dag eru þessir:

12.30 Sheffield United - Manchester City
15.00 Burnley - Chelsea, beint á mbl.is
17.30 Liverpool - West Ham

Leikirnir á morgun:

12.00 Aston Villa - Southampton
14.00 Newcastle - Everton
16.30 Manchester United - Arsenal
19.15 Tottenham - Brighton

Umferðinni lýkur á mánudagskvöldið þegar Fulham mætir WBA og Leeds mætir Leicester.

mbl.is