Mörkin: Chelsea fór illa með lánlaust Burnley

Chel­sea lenti ekki í vand­ræðum með Burnley á Turf Moor í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í dag. Gest­irn­ir unnu 3:0-sig­ur en Hakim Ziyech átti stór­leik fyr­ir Lund­únaliðið. Mörkin og það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Ziyech kom Chel­sea yfir á 26. mín­útu með því að skora í öðrum leikn­um í röð og Kurt Zouma tvö­faldaði for­yst­una eft­ir rúm­lega hálf­tíma leik. Ziyech lagði svo upp þriðja markið en það skoraði Kurt Zouma.

Chel­sea er nú með 12 stig í 4. sæti deild­ar­inn­ar en Burnley er áfram á botn­in­um og bíður eft­ir sín­um sig­ur­leik, liðið er með eitt stig eft­ir sex leiki. Jó­hann Berg Guðmunds­son var ekki í leik­manna­hópi liðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert