Kveðjustund Solskjærs gegn Gylfa? (myndskeið)

Áttunda umferðin í ensku úrvalsdeildinni klárast með átta leikjum um helgina en hún hófst með tveimur leikjum í gærkvöldi. Tómas Þór Þórðarson fer yfir helgina en Síminn Sport sýnir frá úrvalsdeildinni í beinni útsendingu og gerir svo upp umferðina í Vellinum eftir síðasta leik á sunnudag.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar taka á móti Manchester United í hádegisleiknum í dag og er mikil pressa á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra United, eftir slakt gengi undanfarið. Einnig mætast í dag Crystal Palace og Leeds, Chelsea tekur á móti Sheffield United og West Ham fær Fulham í heimsókn.

Á morgun, sunnudag, eru svo aðrir fjórir leikir en þeirra á meðal er stórleikur helgarinnar þegar Manchester City fær Englandsmeistara Liverpool í heimsókn. West Brom spilar gegn Tottenham í hádegisleiknum, Leicester mætir Wolves og Arsenal fær Aston Villa í heimsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert