Margrét Lára um Liverpool: Stórhættulegt lið

Tómas Þór Þórðarson ræddi við þau Bjarna Þór Viðarsson og Margréti Láru Viðarsdóttur í þættinum Vellinum á Símanum Sport en þau voru að fara yfir leik Liverpool í viðureigninni gegn Manchester City fyrr í kvöld.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Englandsmeistararnir tefldu fram sóknarsinnuðu liði á Etihad-leikvanginum. „Mér fannst Wijnaldum vera í vandræðum, þeir voru klókir City-menn og leyfðu honum svolítið að vera með boltann og mættu svo tveir, þrír á hann. Hann var að missa boltann á hættulegum stöðum,“ sagði Margrét Lára en hrósaði fjögurra manna sóknarlínu Liverpool í hástert: „Þetta er stórhættulegt lið.“ Viðræðurnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is