„Skiljum ekkert í þessari deild en elskum hana“

„Allir héldu að Aston Villa-blaðran væri sprungin eftir tvo tapleiki í röð en þeir svöruðu því með að vinna Arsenal 3:0 á útivelli. Við skiljum ekkert í þessari deild en við elskum hana,“ sagði Tómas Þór Þórðarson eftir ótrúlegan sigur Villa á Emirates-leikvanginum í kvöld.

Tómas var að ræða við þau Bjarna Þór Viðarsson og Margréti Láru Viðarsdóttur á Vellinum á Símanum Sport í kvöld og fóru þau þar yfir leiftrandi sóknarleik Villa í leiknum. Klippuna má sjá í heild sinni hér að ofan.

mbl.is