Skiptu með sér stigunum í toppslagnum

Mo Salah og Joao Cancelo eigast við í dag.
Mo Salah og Joao Cancelo eigast við í dag. AFP

Manchester City og Liverpool gerðu í kvöld 1:1-jafntefli í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Liverpool byrjaði af miklum krafti og Mo Salah skoraði fyrsta markið strax á 13. mínútu úr víti eftir að Kyle Walker braut klaufalega á Sadio Mané innan teigs. 

City svaraði af krafti og fékk nokkur færi áður en Gabriel Jesus jafnaði á 31. mínútu eftir undirbúning hjá Kevin De Bruyne. Sá síðarnefndi fékk svo gullið tækifæri til að koma City yfir á 42. mínútu en hann skaut fram hjá úr víti eftir að Joe Gomez fékk boltann í höndina innan teigs. 

Staðan í hálfleik var því 1:1. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri og lítið um góð færi. Virtust bæði lið fyrst og fremst vera að hugsa um að tapa ekki leiknum. Það tókst því jafntefli varð niðurstaðan. 

Liverpool er í 3. sæti með 17 stig og Manchester City í 11. sæti með 12 stig. 

Man. City 1:1 Liverpool opna loka
90. mín. Kyle Walker (Man. City) fær gult spjald Straujar Wijnaldum. Þrjár af fjórum mínútum í uppbótartíma búnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert