Formaðurinn segir af sér eftir rasísk ummæli

Greg Clarke.
Greg Clarke. AFP

Greg Clarke formaður enska knattspyrnusambandsins sagði starfi sínu lausu í dag í kjölfarið á að hann lét rasísk ummæli falla á þingfundi. Þrýst var á Clarke að segja af sér vegna orðalags í þingsal sem voru óásættanleg.

„Ef ég horfi á hvað gerist þegar háttskrifaðir kvenkyns fótboltaleikmenn samanborið við litaða háttskrifaða fótboltamenn og árásirnar sem þeir verða fyrir á samfélagsmiðlum. Miðlarnir eru opnir öllum,“ sagði Clarke á fundinum.

Var hann gagnrýndur harðlega fyrir að nota orðið „litaðir" yfir minnihlutahópa í knattspyrnunni með fyrirgreindum afleiðingum. Hann hafði gengt embættinu síðan 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert