Annar varnarmaður Liverpool alvarlega meiddur

Joe Gomez meiddist á æfingu í dag.
Joe Gomez meiddist á æfingu í dag. AFP

Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, meiddist á æfingu með enska landsliðinu í morgun og er talið að meiðslin séu alvarleg. Sky Sports segir frá þessu.

Enska knattspyrnusambandið hefur ekki tjáð sig um meiðslin en samkvæmt heimildum Sky meiddist Gomez á æfingu í morgun og hafa menn í herbúðum liðsins miklar áhyggjur af því að þau séu alvarleg.

Liverpool er nú þegar án lykilmanna í vörninni en Virgil van Dijk verður sennilega ekki meira með á tímabilinu og þá er Fabinho einnig á meiðslalistanum.

mbl.is