Aðgerð Gomez gekk vel

Joe Gomez, til hægri, missar af stórum hluta tímabilsins eftir …
Joe Gomez, til hægri, missar af stórum hluta tímabilsins eftir að hafa meiðst á æfingu enska landsliðsins á dögunum. AFP

Joe Gomez, miðvörður Englandsmeistara Liverpool í knattspyrnu, meiddist illa á hné á æfingu enska landsliðsins í knattspyrnu í gær.

Varnarmaðurinn gekkst undir aðgerð í dag í London sem gekk vel en þetta kemur fram á heimasíðu Liverpool.

„Gomez gekkst undir aðgerð þar sem sinar í hné hans voru lagfærðar,“ segir í fréttatilkynningu Liverpool.

„Ekki bara um skaða á liðböndum að ræða og þar sem aðgerðin gekk vel er gert ráð fyrir því að Gomez muni ná sér að fullu,“ segir ennfremur í tilkynningu Liverpool.

Enginn tímarammi hefur verið settur á endurkomu Gomez en svona meiðsli taka yfirleitt sex til átta mánuði.

Vonir standa til þess að hann geti spilað eitthvað á tímabilinu en í tilkynningu Liverpool segir jafnframt að hann muni að öllum líkindum missa af langstærstum hluta tímabilsins.

Meiðsli Gomez eru mikið áfall fyrir Jürgen Klopp og Liverpool en Virgil van Dijk, varnarmaður liðsins, spilar að öllum líkindum ekki meira með Liverpool á tímabilinu eftir að hafa meiðst um miðjan októbermánuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert