Mourinho í skilorðsbundið bann

José Mourinho er kominn á skilorð.
José Mourinho er kominn á skilorð. AFP

Portúgalski knattspyrnustjórinn hefur verið úrskurðaður í eins leiks skilorðsbundið bann í Evrópukeppnum UEFA en hann var valdur að því að lærisveinar hans í Tottenham mættu of seint í leik við Royal Antwerp í Evrópudeildinni 29. október síðastliðinn.

Tottenham var einnig sektað um 25.000 evrur fyrir atvikið. Tottenham tapaði óvænt 0:1 og gagnrýndi Mourinho leikmenn sína í leikslok.

Þá var skoska félagið Celtic sektað um 7.000 evrur fyrir brot á reglum UEFA er liðið mætti Lille sama kvöld.

mbl.is