Pulis kominn í nýtt starf

Tony Pulis er orðinn knattspyrnustjóri Sheffield Wednesday.
Tony Pulis er orðinn knattspyrnustjóri Sheffield Wednesday. AFP

Enska B-deildarfélagið Sheffield Wednesday hefur ráðið hinn 62 ára gamla Tony Pulis sem nýjan knattspyrnustjóra liðsins. Pulis tekur við starfinu af Garry Monk sem var rekinn á mánudag.

Sheffield-liðið byrjaði með mín­us 12 stig í B-deild­inni á leiktíðinni fyr­ir brot á fjár­mála­regl­um, en eft­ir áfrýj­un var refs­ing­in minnkuð niður í sex stig.

Liðið er í 23. sæti B-deild­ar­inn­ar með sex stig eft­ir þrjá sigra, þrjú jafn­tefli og fimm töp í ell­efu um­ferðum, en liðið hafnaði í 16. sæti á síðustu leiktíð.

Pulis er mikill reynslubolti og hefur stýrt liðum á borð við Middlesbrough, WBA, Crystal Palace og Stoke.

mbl.is