Meiðslamartröð Liverpool heldur áfram

Andy Robertson
Andy Robertson AFP

Englandsmeistarar Liverpool hafa orðið fyrir enn einu áfallinu en þær fregnir berast nú úr herbúðum skoska landsliðsins í knattspyrnu að vinstri bakvörðurinn Andy Robertson hafi meiðst í leiknum gegn Serbíu á fimmtudaginn.

Robertson var tekinn úr hópnum sem mætti Slóvakíu í dag en hann er meiddur á nára samkvæmt miðlinum Goal. Skotinn er ekki bara einn af lykilmönnum Liverpool heldur er hann þriðji mikilvægi varnarmaðurinn til að meiðast á skömmum tíma.

Miðverðirnir Virgil van Dijk og Joe Gomez verða báðir frá næstu mánuðina vegna meiðsla og mega meistararnir varla við því að enn einn varnarmaðurinn bætist við þann lista.

mbl.is