Salah sýndi af sér vanrækslu

Mohamed Salah er með kórónuveiruna.
Mohamed Salah er með kórónuveiruna. AFP

Mohamed Salah, fram­herji Li­verpool í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu, greind­ist með kórónuveiruna á dögunum, skömmu eftir að hann var viðstaddur fjölmennt brúðkaup bróður síns í heimalandinu.

Það voru forráðamenn egypska knattspyrnusambandsins sem staðfestu að framherjinn væri með veiruna og nú er ljóst að hann missir af næsta leik Englandsmeistaranna, gegn Leicester um helgina. Ekki eru allir sáttir við hegðun kappans.

Einn þeirra er landi hans Mido, fyrrverandi leikmaður Ajax og Tottenham, en hann telur að Salah geti sjálfum sér um kennt. „Hann gerði kjánaleg mistök, að mæta í brúðkaup bróður hans nokkrum dögum fyrir landsleik. Hann sýndi af sér vanrækslu og smitaðist af veirunni,“ sagði Mido við sjónvarpsstöðina Al-Nahar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert