Salah greindist aftur jákvæður

Mohamed Salah.
Mohamed Salah. AFP

Mohamed Salah, fram­herji Li­verpool í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu, fór í aðra skimun vegna kórónuveirunnar í morgun og greindist aftur smitaður en egypska knattspyrnusambandið sagði frá þessu í dag.

Salah greindist með veiruna í heimalandinu, þar sem hann var með landsliðinu, í síðustu viku en hann missir af leik Liverpool og Leicester í úrvalsdeildinni í helgina og næsta leik eftir það. Samkvæmt reglum í Bretlandi þurfa einstaklingar að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins, hafi þeir fengið jákvæða niðurstöðu úr skimun.

mbl.is