Guardiola vill að Messi sé hjá Barcelona

Pep Guardiola
Pep Guardiola AFP

Messi hefur leikið með spænska stórliðinu allan sinn feril og er einn sigursælasti knattspyrnumaður heims en engu að síður vildi hann róa á önnur mið í sumar og stóð í deilum við forráðamenn Börsunga. Að lokum ákvað hann að halda kyrru fyrir en samningur hans við félagið rennur út næsta vor. Þá hefur hann verið orðaður við skipti til City þar sem hans fyrrverandi stjóri Guardiola er við störf.

„Messi er Barcelona-leikmaður, ég hef sagt það þúsund sinnum. Sem stuðningsmaður þá vil ég sjá Leo enda ferilinn sinn þar,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi sínum í dag en Spánverjinn framlengdi samning sinn við City í gær.

mbl.is