Klopp alveg sama um titilinn

Jürgen Klopp
Jürgen Klopp AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool er lítið að spá í Englandsmeistaratitlinum þessa stundina en hann ræddi við Jamie Redknapp fyrrverandi miðjumann Liverpool á Sky í viðtali sem birt var í dag.

Klopp hugsar meira um meiðsli lykilmanna en að verja titilinn en hver lykilmaðurinn á fætur öðrum hefur hellst úr lestinni vegna meiðsla síðustu vikur. Virgil van Dijk og Joe Gomez verða lengi frá og þá meiddist Jordan Henderson í landsleik á dögunum.

Redknapp spurði Klopp hve mörg stig Liverpool þyrfti til að verja titilinn, en Klopp hafði lítinn áhuga á að spá í slíku. „Afsakið að ég segi þetta en mér gæti ekki verið meira sama í augnablikinu,“ sagði Klopp og hélt áfram.

„Við erum ekki að fara að fá 100 stig eða eitthvað svoleiðis. Þetta tímabil er fjórum vikum styttra en samt eru leikirnir jafn margir. Jafnvel 87 stig virka fjarlægð. Ég hef meiri áhyggjur af meiðslunum okkar, ég hef stanslausar áhyggjur af þeim,“ sagði Þjóðverjinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert