Slegist á æfingu Arsenal

David Luiz veittist að Dani Ceballos.
David Luiz veittist að Dani Ceballos. AFP

Enska knattspyrnuliðið Arsenal hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og virðist mótlætið  fara illa í menn því varnarmaðurinn David Luiz og miðjumaðurinn Dani Ceballos slógust á æfingu liðsins á föstudaginn var.

The Athletic greinir frá því að Ceballos hafi tæklað Luiz harkalega sem brást illa við og sló Spánverjann í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina blóðugur. Liðsfélagar þeirra stöðvuðu slagsmálin áður en algjörlega sauð upp úr.

Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sendi leikmennina heim af æfingunni en þeir hafa síðast beðist afsökunar á atvikinu.

mbl.is