„Aldrei að vita“

Harry Kane í leiknum í dag.
Harry Kane í leiknum í dag. AFP

Totten­ham skellti sér á topp ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu með því að leggja Manchester City að velli í stór­leik heg­ar­inn­ar, 2:0. Fyrirliðinn Harry Kane segir Lundúnaliðið eiga möguleika á góðu tímabili.

„Þetta er opnari deild en oft áður, ef við náum að vinna nokkra í röð þá er aldrei að vita,“ sagði Kane í viðtali við Sky Sports, spurður um titilmöguleika liðsins.

„Við njótum þess í kvöld að hafa unnið svona leik en annars er langt í land.“

mbl.is