Chelsea upp í toppsætið

Timo Werner með skot að marki Newcastle sem Karl Darlow …
Timo Werner með skot að marki Newcastle sem Karl Darlow ver vel. AFP

Chelsea fór í dag upp í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 2:0-útisigri á Newcastle í fyrsta leik helgarinnar. 

Chelsea byrjaði af miklum krafti og komst yfir á 10. mínútu eftir sjálfsmark hjá Federico Fernández. Gestirnir héldu áfram að sækja og Timo Werner fékk nokkur færi til að bæta við öðru marki en án árangurs og var staðan í leikhléi 1:0. 

Newcastle byrjaði ágætlega í seinni hálfleik og skapaði sér fín færi, en það var Chelsea sem skoraði annað mark leiksin á 65. mínútu. Werner vann boltann á eigin vallarhelmingi og spretti upp allan völlinn áður en hann sendi á Tammy Abraham sem skoraði annað mark Chelsea. 

Eftir markið hélt Chelsea áfram að skora og stuttu síðar skoraði Werner en markið stóð ekki þar sem Þjóðverjinn var rétt fyrir innan. Varamaðurinn Andy Carroll fékk tækifæri til að minnka muninn er hann slapp í gegn í lokin en hann setti boltann í hliðarnetið og stuttu síðar var flautað til leiksloka. 

Chelsea er með 18 stig, eins og Leicester, en með betri markatölu. Newcastle er í 13. sæti með 11 stig. 

Newcastle 0:2 Chelsea opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert