Sýnt beint frá Villa Park á mbl.is

Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish skorar fyrir Aston Villa í leik …
Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish skorar fyrir Aston Villa í leik í deildinni í haust. AFP

Aston Villa og Brighton mætast í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Villa Park í Birmingham klukkan 15 og hægt er að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á mbl.is.

Útsendingin hefst kl. 14.30 með upphitun fyrir leikinn og er á sérvefnum Enski boltinn.

Aston Villa hefur komið talsvert á óvart, unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum og er með 15 stig í sjötta sæti fyrir leiki dagsins, með jafnmörg töpuð stig og topplið Leicester.

Brighton hefur hins vegar aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum og er í sextánda sæti með 6 stig.

mbl.is